Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   lau 08. október 2022 06:00
Fótbolti.net
Hlustaðu í beinni - 12:00 Fallbaráttan í Bestu, enski og fleira á X977
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir helstu fótboltafréttirnar á X977 í dag. Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er alla laugardaga milli 12 og 14.

Smelltu hér til að hlusta á X977 í beinni

Fjallað er um komandi leiki í Bestu deildinni og nóg að ræða. Það eru sviptingar og spenna í harðri fallbaráttunni. Eiður Smári steig til hliðar og Siggi Höskulds tekst á við nýjar áskorarnir eftir tímabilið.

Sérfræðingur þáttarins, Rafn Markús Vilbergsson, spáir í spilin fyrir sex stiga fallbaráttuslag FH og Leiknis.

Enski boltinn. Stórleikur helgarinnar er viðureign Arsenal og Liverpool. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um enska boltann, er á línunni. Hann ræðir meðal annars um Erling Haaland.

Þá fer Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson yfir möguleika íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti á HM næsta þriðjudag.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner