Gian Piero Ventrone, þrekþjálfari Tottenham lést 61 árs að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein.
Ventrone tók til starfa hjá Tottenham í nóvember á síðasta ári sem hluti af þjálfarateymi Antonio Conte. Hann átti stóran þátt í því að bæta líkamlegt ástand leikmanna.
Tottenham vann 1-0 sigur á Brighton í dag en markaskorari leiksins, Harry Kane minntist Ventrone eftir leikinn.
„Þetta hefur verið erfið vika og það var gott að ná sigri í dag," sagði Kane.
Ryan Sessegnon segir að liðið hafi viljað vinna í dag fyrir Ventrone.
„100%, við þurftum að ná frammistöðu í dag og vildum vinna fyrir hann og sem betur fer gerðum við það í dag;"
Athugasemdir