Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Mikilvægt að verða aftur óútreiknanlegir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jürgen Klopp er að gíra sig og lærisveina sína í Liverpool upp fyrir stórleikinn gegn toppliði Arsenal sem verður spilaður á morgun.


Liverpool hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og er nú þegar ellefu stigum eftir Arsenal en með leik til góða.

Klopp segir að sínir menn þurfi að vera óútreiknanlegri í leikjum sínum vegna þess að andstæðingarnir séu löngu búnir að læra hvernig sé best að spila gegn Liverpool.

„Það er mikilvægt að verða aftur óútreiknanlegir, við verðum að geta breytt um leikkerfi svo við séum ekki alltaf fastir í 4-3-3. Við erum að leita lausna og eins og staðan er í dag þá er varnarleikurinn stærsta vandamálið. Við verðum að verjast eins og brjálæðingar í næstu leikjum," sagði Klopp.

„Keppinautar okkar eru löngu búnir að læra hvernig er best að spila gegn okkur en það virkar bara þegar við erum ekki uppá okkar besta. Við höfum verið framúrskarandi síðustu ár og þess vegna hefur leikkerfið virkað, en það er hægt að finna veikleika í öllum leikkerfum.

„Andstæðingarnir geta ekki nýtt sér þessa veikleika ef við spilum uppá okkar besta, en ef við gerum það ekki þá lendum við í vandræðum."


Athugasemdir
banner
banner
banner