Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom inn á fyrir Hákon og skoraði - Al Ahli og Leuven unnu

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem fékk topplið Nordsjælland í heimsókn í dönsku deildinni í dag.


Ísak átti upphaflega að byrja á bekknum en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Andreas Cornelius sem meiddist í upphitun.

Útlitið var bjart fyrir FCK sem komst yfir þegar skammt var til leiksloka en hinn ungi Roony Bardghji skoraði markið. Hann hafði komið inná sem varamaður fyrir Hákon fyrr í leiknum.

Það voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Nordsjælland jafnaði metin og nældi í stig. FCK er í 6. sæti með 16 stig eftir 12 leiki.

FCK 1-1 Nordsjælland

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Ahli sem vann 1-0 sigur á Al-Gharafa í bikarnum. Al Ahli er með 9 stig eftir fjóra leiki og situr í 2. sæti en tvö efstu liðin fara áfram í undan úrslit.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven sem vann Waregem 5-2 í efstu deildinni í Belgíu. Hann lék aðeins fyrri hálfleikinn. Leuven er í 4. sæti með 20 stig eftir 11 leiki en Waregem er á botninum.

Í næst efstu deild spilaði Nökkvi Þeyr Þórisson allan leikinn fyrir Beerschot í 2-0 tapi liðsins gegn KWDM. Nökkvi var nálægt því að klóra í bakkann fyrir sitt lið undir lok leiksins en markvörður andstæðingana var vel á verði.

Al Ahli 1-0 Al Gharafa

Waregem 0-2 Leuven

RWDM 2-0 Beerschot


Athugasemdir
banner
banner