Frank Lampard knattspyrnustjóri Everton er mjög ánægður með lánsmanninn Conor Coady sem er hjá félaginu út tímabilið á láni frá Wolves.
Hinn 29 ára gamli Coady er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti í hjarta varnarinnar og herma fjölmiðlar í Liverpool að Lampard ætli sér að festa kaup á miðverðinum.
Það fylgir kaupmöguleiki með lánssamningi Coady sem hljóðar upp á 10 milljónir punda og er Lampard sagður vilja nýta hann.
„Þetta er ekki eitthvað sem við þurfum að velta fyrir okkur núna, það er nóg eftir af tímabilinu. Conor veit hvað mér finnst um hann og hvað félaginu finnst," sagði Lampard við fjölmiðla.
Athugasemdir