Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pep fylgist náið með Lavia: Erum með endurkaupsrétt

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City er hrifinn af Romeo Lavia, ungum miðjumanni Southampton.


Southampton borgaði um 14 milljónir punda fyrir Lavia í sumar en Man City lét endurkaupsrétt upp á 40 milljónir fylgja með í kaupsamningnum.

Chelsea reyndi svo að krækja í Lavia í sumar eftir að hann hafði skipt til Southampton en þær tilraunir báru ekki árangur. Southampton hafnaði 50 milljón punda tilboði frá Chelsea fyrir leikmanninn aðeins nokkrum vikum eftir félagsskiptin.

„Romeo byrjaði frábærlega hjá Southampton en lenti svo í meiðslum. Hann fór frá City því við fengum gott tilboð fyrir hann en við héldum endurkaupsréttinum," staðfesti Guardiola við fjölmiðla.


Athugasemdir
banner
banner
banner