Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   lau 08. október 2022 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frakkland: Ramos fékk 28. brottvísunina á ferlinum í markalausu jafntefli

PSG gerði markalaust jafntefli gegn Reims í frönsku deildinni í kvöld.


Liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Lorient gæti minnkað forskotið niður í eitt stig með sigri á Brest á morgun.

Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks í leik Reims og PSG þegar Sergio Ramos var rekinn af velli. Marco Verratti var dæmdur brotlegur og Ramos mótmælti þeim dómi og fékk gult spjald fyrir.

Hann hætti ekki að mótmæla og uppskar að lokum rautt spjald.

Ramos þekkir það vel að fá brottvísun en þetta var brottvísun númer 28 á ferlinum hjá þessum 36 ára gamla spænska varnarmanni.

Rauða spjaldið má sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner