
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins þar sem Jude Bellingham, Pierre-Emerick Aubameyang, Cristiano Ronaldo, James Maddison og Hirving Lozano koma meðal annars við sögu.
Real Madrid ætlar að reyna að freista Jude Bellingham, 19, næsta sumar. Miðjumaðurinn ungi er án nokkurs vafa eftirsóttasti leikmaður heims og vill Real nota hann til að fullkomna miðjuna hjá sér ásamt Frökkunum efnilegu Aurelien Tchouameni og Eduardo Camavinga. (Telegraph)
Liverpool fylgist með nokkrum leikmönnum Galatasaray og gæti lagt fram tilboð fyrir janúargluggann. Njósnarar félagsins eru að fylgjast með tveimur varnarmönnum og tveimur kantmönnum, þeim Sacha Boey, Victor Nelsson, Yunus Akgun og Kerem Akturkoglu. Allir eru leikmennirnir 22 til 23 ára gamlir. (Sun)
Paris Saint-Germain er að íhuga að bjóða í Pierre-Emerick Aubameyang, 33, næsta sumar. (Foot Mercato)
Cristiano Ronaldo, 37, verður áfram hjá Manchester United í janúar. Það er ekkert félag sem hefur áhuga á stórstjörnunni. (ESPN)
Newcastle United hefur hafið viðræður við brasilíska félagið Vasco da Gama um kaup á miðjumanninum Andrey Santos, 18 ára. Vasco vill fá um 30 milljónir punda fyrir táninginn. (The i)
Brendan Rodgers býst við að góðar frammistöður James Maddison leiði til þess að félög muni bjóða í hann á tímabilinu. (Daily Mail)
Chelsea er að ráða Christopher Vivell sem tæknilegan ráðgjafa eftir að Þjóðverjinn var rekinn frá RB Leipzig. (Telegraph)
Starf Ralph Hasenhüttl við stjórnvölinn hjá Southampton er í hættu. Félagið er að skoða hvort Domenico Tedesco eða Enzo Maresca séu tilbúnir til að taka við taumunum. (Daily Mail)
Hirving Lozano, 27 ára kantmaður Napoli og mexíkóska landsliðsins, gæti endað hjá Manchester United eða Everton á næsta tímabili. (Gonfia la Rete)
Rafael Benitez og Xabi Alonso voru efstir á óskalistanum hjá eigendum Nottingham Forest áður en félagið ákvað að sýna Steve Cooper traustið með að bjóða honum nýjan samning. (Daily Mail)
Tottenham mun borga 30 milljónir punda til að kaupa sænska kantmanninn Dejan Kulusevski, 22, frá Juventus. (Calciomercato)
Eduard Romeu, varaforseti Barcelona, hefur trú á því að Börsungar geti nælt sér aftur í argentínska snillinginn Lionel Messi, 35 ára. (90min)
Romeo James Beckham, leikmaður Inter Miami og sonur eigandans David Beckham, er að æfa með varaliði Brentford í haust til að halda sér í formi á meðan bandaríska varaliðadeildin er í vetrarpásu. (Guardian)
Leicester er að ganga frá kaupum á pólska markverðinum Bartlomiej Dragowski, 25 ára, frá Spezia á Ítalíu. (Meczyki)
Atletico Madrid er búið að ná samkomulagi við Barcelona um endanleg félagsskipti Antoine Griezmann, 31, til félagsins. Atletico mun borga rúmlega 20 milljónir evra til að gera lánssamning framherjans varanlegan. (Marca)
Búist er við því að franski miðjumaðurinn Houssem Aouar, 24, verði frjáls ferða sinna næsta sumar. Samningur hans við Lyon er að renna út og hafa Roma, Atletico Madrid, Real Betis og Sevilla öll sýnt leikmanninum áhuga. (Calciomercato)
Everton, Borussia Dortmund og Genk hafa verið að fylgjast með Junior Dixon, 17 ára framherja Crystal Palace. (Telegraph)