Starf Brendan Rodgers stjóra Leicester er í mikilli hættu eftir 2-1 tap liðsins gegn Bournemouth í dag. Liðið komst yfir í leiknum en tapaði forystunni.
„Við verðum að vera betri, við verðum að vera sterkari. Við vorum í frábærri stöðu í hálfleik og við verðum að klára þetta," sagði Rodgers eftir leikinn.
„Það er það sem kom mér á óvart í seinni hálfleik, við erum með leikmenn sem eru mjög góðir tæknilega en við gáfum boltann frá okkur alltof oft, þegar það gerist og þú gerir mistök þá er þér refsað í þessari deild. Ef þú gerir mistök þá getur hvaða lið sem er refsað þér."
Honum fannst liðið vera spila boltanum alltof mikið til baka.
„Þetta snýst um að spila fram á við. Við segjum alltaf að það er ekki gott að vera bara með boltann, við verðum að komast í gegn. Við vorum alltof passasamir og of sáttir við að spila til baka í byrjun síðari hálfleiks," sagði Rodgers að lokum.
Athugasemdir