Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 18:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Flautumark í jafntefli Dortmund og Bayern

Borussia D. 2 - 2 Bayern
0-1 Leon Goretzka ('33 )
0-2 Leroy Sane ('53 )
1-2 Youssoufa Moukoko ('74 )
2-2 Anthony Modeste ('90 )
Rautt spjald: Kingsley Coman, Bayern ('90)

Það var stórleikur í þýska boltanum í kvöld þegar Dortmund fékk Bayern Munchen í heimsókn.


Gestirnir byrjuðu betur en Leon Goretzka kom liðinu yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir undirbúning frá Jamal Musiala.

Musiala var aftur á ferðinni eftir tæplega 10 mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann lagði upp annað mark liðsins á Leroy Sane.

Hinn 17 ára gamli Youssufa Moukoko varð yngsti markaskorari í viðureignum þessara liða í sögunni þegar hann minnkaði muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Jude Bellingham var heppinn að fá að spila síðari hálfleikinn en hann fór heldur hátt með fótinn og sparkaði í andlitið á Alphonso Davies þegar hann var á gulu spjaldi. Þetta gerðist þegar venjulegur leiktími í fyrri hálfleik var að renna út.

Bayern spilaði hins vegar síðustu mínútur leiksins manni færri þar sem Kingsley Coman fékk að líta rauða spjaldið. Dortmund nýtti sér það og Anthony Modeste tryggði liðinu eitt stig með marki á lokasekúndum leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner