Barcelona og Atletico Madrid hafa komist að samkomulagi um að Antoine Griezmann fari alfarið til Atletico.
Atletico mun borga 20 milljónir evra fyrir þennan 31 árs gamla Frakka en hann mun gera samning út tímabilið 2025/26.
„Félagið segir mér að það hafi náð samkomulagi við Atletico en ekkert sé klárt ennþá. Ef það er samkomulag þýðir það að bæði félög séu sátt. Ég óska leikmanninum alls hins besta," sagði Xavi á fréttamannafundi í dag.
Griezmann spilaði takmarkað í upphafi tímabils fyrir Atletico þar sem liðin gerðu samning um það ef hann spilar ákveðið mikið þarf Atletico að borga 40 milljónir evra fyrir hann næsta sumar.
Félögin komust að samkomulagi um að lækka verðið niður í 20 milljónir.
Athugasemdir