Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 09. apríl 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Kristín Dís ekki með hópnum í Þýskalandi
Icelandair
Kristín Dís var í stúkunni gegn Póllandi.
Kristín Dís var í stúkunni gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Bröndby, þurfti að gera sér það að góðu að vera upp í stúku í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2025 á föstudag er Ísland vann 3-0 sigur á Póllandi.

Á eftir mætir Ísland liði Þýskalands en Kristín fór ekki með liðinu í það verkefni.

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Kristín Dís voru kallaðar inn í hópinn á dögunum eftir að Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir meiddust og drógu sig úr hópnum.

Sædís mætti hins vegar aftur í hópinn fyrir leikinn gegn Póllandi eftir að það kom í ljós að það væri allt í lagi með hana.

Hópurinn í dag er sá sami og tók þátt í leiknum gegn Póllandi á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner