Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 10. janúar 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Stór félög á höttunum á eftir Berglindi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks og íslenska landsliðsins er eftirsótt þessa dagana.

Breiðablik hefur fengið fyrirspurnir í Berglindi en hún varð markadrottning í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili með sextán mörk.

„Við viljum helst ekki missa hana en það er mikill áhugi frá stórum liðum í Evrópu. Við höfum fengið fyrirspurnir í hana og erum að skoða þessi mál þessa dagana," sagði Eysteinn Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Eysteins er einn af möguleikunum að Berglind verði lánuð þangað til keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst í maí.

Síðastliðinn vetur lék Berglind á láni hjá PSV Eindhoven í Hollandi en hún lék einnig með Verona á Ítalíu árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner