Kristófer er Stjörnumaður sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er fæddur árið 1998 og á að baki 50 leiki í deild og bikar. Sumarið 2018 lék hann mðe Þrótti á láni og sumarið 2019 var hann hjá KFG. í Þessum 50 deildar og bikar leikjum hefur Kristófer skorað átta mörk.
Hann lék einungis fimm leiki með Stjörnunni í fyrra vegna meiðsla. Hann er í Boston College í Bandaríkjunum og spilar þar með Eagles. Hann útskrifast þaðan í maí. Kristófer er kantmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.
Hann lék einungis fimm leiki með Stjörnunni í fyrra vegna meiðsla. Hann er í Boston College í Bandaríkjunum og spilar þar með Eagles. Hann útskrifast þaðan í maí. Kristófer er kantmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Kristófer Konráðsson
Gælunafn: Eru sirka 100 en Krissi Konn, Kryddi Konn og Barnafitan þessi helstu
Aldur: 23 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsta æfingaleikinn 2014/15 minnir mig en keppnisleik 2016
Uppáhalds drykkur: Kaffi
Uppáhalds matsölustaður: IKEA hefur aldrei brugðist
Hvernig bíl áttu: VW Golf
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders
Uppáhalds tónlistarmaður: Frank Ocean og Dave
Uppáhalds hlaðvarp: Svona var Sumarið
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar þegar hann mætir í FM95BLÖ, unplayable
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: (Kristófer) Kæri Heilsuveru notandi, ný gögn hafa borist til þín.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei en sé mig ekki flytja á lengst út á land bráðlega.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Martin Ödegaard var í stuði í Kórnum hér um árið
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Halldór Árnason, hélt mér í boltanum þegar íhugaði að hætta
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jón Dagur Þorsteinsson og allir Blikar í yngri flokkum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Cristiano Ronaldo
Sætasti sigurinn: Bikarinn 2014 í 2.fl til að loka báðum titlunum eða úrslitaleikur Íslandsmótsins í 4.fl þegar við skeindum Adam Páls og félögum 5-0 í Kaplakrika
Mestu vonbrigðin: Hafa ekki unnið neitt á ferlinum í mfl.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Austmenn bræður heim takk
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ólafur Flóki Stephensen
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Einar Karl er mjög huggulegur ef hann man að fara í klippingu á svona 10 daga fresti
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigurbergur Áki var að verða kynþroska á árinu og ræður varla við sig
Uppáhalds staður á Íslandi: 210
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Liðsfélagi í KFG sumarið 2019 kom inn á í frystikistunni upp á Skaga í stöðunni 5-0 fyrir Káramönnum á 85. mín. Nældi sér í rautt 3 mín seinna, lenti í hrindingum við áhorfendur við útganginn og hann rændi svo vínarbrauði úr veitingasölunni áður en hann gekk út. Sprakk öll höllin úr hlátri, líka leikmenn.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Negative
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Sirka öllum, helst Golf, NFL, F1, körfubolta, og handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Skólinn úti með New Balance samning þannig neyðist til að spila í því, fínustu skór samt
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Textíl og myndment, allir hæfileikarnir fóru í fæturnar.
Vandræðalegasta augnablik: Tók þokulúðurinn á línuvörð í U-17 leik fyrir að dæma ekki rangstöðu, þurfti hálft liðið til að útskýra fyrir mér að það væri ekki rangstaða úr innkasti
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Kára Pétursson, gott að hafa einhvern sem þykist vita og kunna allt, getur dundað sér við að smíða fleka og svona bull. Tekur svo upp gítarinn og syngur Bubba fyrir okkur á kvöldin. Fæ svo Dag og Mána Austmenn til að hlægja af öllu sem ég segi og til að æsa aðeins í pabba Kára þegar okkur leiðist. Höfum þolað hvor annan í þó nokkur ár núna, ættum að þrauka eina eyðieyjuna.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með sama húðsjúkdóm og Michael Jackson (Vitiligo)
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Björn Berg Brydde, BBB King. Djöfull er hann fyndinn
Hverju laugstu síðast: Líklegast að mömmu hvað ég lærði mikið þennan daginn
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Er eitthvað annað svar en hlaup?
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Hjörvar hvað ég þarf að borga honum mikið fyrir bara einn Brján Breka í viðbót
Athugasemdir