Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
„Nokkuð auðvelt val í dag fyrir mig. Tryggvi var frábær í fyrri hálfleik, skoraði tvö góð mörk og hefði alveg getað skorað fleiri," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslunni um 4-2 sigur Vals gegn KA á frídegi verslunarmanna.
Sverrir valdi Tryggva mann leiksins og gott betur en það því Tryggvi er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar og það í annað sinn í sumar.
Sverrir valdi Tryggva mann leiksins og gott betur en það því Tryggvi er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar og það í annað sinn í sumar.
„Við erum gjörsamlega að yfirspila þá og eigum að slátra þeim í fyrri hálfleik," sagði Tryggvi í viðtali við mbl.is eftir leikinn. Hann er markahæstur í deildinni með ellefu mörk. Er stefnan sett á að taka gullskóinn?
„Já, eigum við ekki bara að segja það. Það er markmiðið núna að taka hann."
„Við erum ennþá inni í tiltilbaráttunni. Víkingar eru að spila frábærlega og eru ekki að tapa mörgum stigum. Ef það gerist þurfum við að nýta okkur það en við þurfum fyrst og fremst að klára að vinna okkar leiki og svo sjáum við hvað það gefur okkur," segir Tryggvi en Valur er sex stigum á eftir Víkingi.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar - Sex sinnum í liði umferðarinnar
Tryggvi Hrafn framlengir við Val
Sterkustu leikmenn:
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir