Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 10. ágúst 2023 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 18. umferð - Gullskórinn er markmiðið
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi er sjóðheitur.
Tryggvi er sjóðheitur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkuð auðvelt val í dag fyrir mig. Tryggvi var frábær í fyrri hálfleik, skoraði tvö góð mörk og hefði alveg getað skorað fleiri," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslunni um 4-2 sigur Vals gegn KA á frídegi verslunarmanna.

Sverrir valdi Tryggva mann leiksins og gott betur en það því Tryggvi er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar og það í annað sinn í sumar.

„Við erum gjör­sam­lega að yf­ir­spila þá og eig­um að slátra þeim í fyrri hálfleik," sagði Tryggvi í viðtali við mbl.is eftir leikinn. Hann er markahæstur í deildinni með ellefu mörk. Er stefnan sett á að taka gullskóinn?

„Já, eig­um við ekki bara að segja það. Það er mark­miðið núna að taka hann."

„Við erum ennþá inni í til­til­bar­átt­unni. Vík­ing­ar eru að spila frá­bær­lega og eru ekki að tapa mörg­um stig­um. Ef það ger­ist þurf­um við að nýta okk­ur það en við þurf­um fyrst og fremst að klára að vinna okk­ar leiki og svo sjá­um við hvað það gef­ur okk­ur," segir Tryggvi en Valur er sex stigum á eftir Víkingi.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 18. umferðar - Sex sinnum í liði umferðarinnar
Tryggvi Hrafn framlengir við Val



Sterkustu leikmenn:
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Jólasveinar og spjót beinast að markvörðum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner