Andri Rúnar Bjarnason var kosinn leikmaður ársins á lokahófi Helsingborg í sænsku B-deildinni.
Andri Rúnar átti mjög gott fyrsta tímabil en síðasta umferðin er í gangi og er Helsingborg á toppinum sem stendur þrátt fyrir að vera marki undir.
Andri er vel að verðlaununum kominn enda markahæstur í deildinni með 14 mörk og 6 stoðsendingar.
Henrik Larsson er frægasti leikmaðurinn til að hljóta þessi verðlaun en það gerði hann þrisvar, árin 1992, 2007 og 2009.
👏🏼 | Årets HIF:are 2018: Andri Bjarnason!
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) November 10, 2018
Läs mer 👉🏼 https://t.co/fOQsFSHgOU pic.twitter.com/ykggZ2DYhW
Athugasemdir