Klukkan 19:15 í kvöld hefst leikur Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung vellinum í Garðarbæ. Rúmur klukkutími er í leik og byrjunarliðin voru að skila sér í hús.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 2 Breiðablik
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, heldur áfram að hrófla í Stjörnuliðinu en hann gerir 4 breytingar á liðinu sínu frá tapinu gegn Fram á dögunum. Þeir Örvar Eggertsson, Jóhann Árni Gunnarsson, Kjartan Már Kjartansson og Helgi Fróði Ingason koma inn í liðið fyrir þá Adolf Daða Birgison, Sigurð Gunnar Jónsson, Daníel Finns Matthíasson og Róbert Frosta Þorkelsson.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu á Blikaliðinu frá 3-0 sigrinum gegn Fylki í seinustu viku. Davíð Ingvarsson kemr inn í byrjunarliðið en Kristófer Ingi Kristinsson kemur úr liðinu.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir