Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jorginho átti erfitt með andardrátt - „Hann heldur yfirleitt áfram"
Jorginho í baráttunni í kvöld
Jorginho í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Liverpool getur orðið enskur meistari um næstu helgi eftir að Arsenal gerði jafntefli gegn Brentford í dag.

Ef Liverpool vinnur West Ham á morgun og Leicester um næstu helgi og Arsenal tapar gegn Ipswich verður Liverpool meistari.

Arsenal varð fyrir frekara áfalli í leiknum þar sem Jorginho þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Mikel Arteta óttast að hann sé rifbeinsbrotinn.

„Hann sagðist ekki geta andað almennilega svo þetta gæti verið vandamál með rifbein. Þetta var skrítið því Jorginho heldur yfirelitt áfram svo þetta þýðir að þetta sé slæmt," sagði Arteta.

Arteta var eðlilega svekktur með úrslitin.

„Þetta var glutrað tækifæri því við vildum vinna og auka möguleikana í deildinni. Við verðum gagnrýna okkur sjálfa, sérstaklega hvernig við fengum þetta mark á okkur," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner