Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 13. janúar 2014 14:10
Magnús Már Einarsson
Stjarnan fær danskan varnarmann til reynslu
Casper Andersen.
Casper Andersen.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan mun í þessari viku fá til sín danska varnarmanninn Casper Andersen á reynslu en þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

Þessi 31 árs gamli leikmaður mun koma til landsins á miðvikudaginn og vera í um viku tíma á reynslu hjá Stjörnunni.

Casper mun spila með Stjörnunni gegn Haukum í Fótbolta.net mótinu á laugardag sem og á þriðjudaginn í næstu viku gegn ÍA.

,,Það verður fínt að skoða þennan strák í þessum tveimur leikjum. Þetta er víst algjört naut," sagði Rúnar Páll.

Casper er 193 cm á hæð og er mjög reyndur en hann á 151 deildarleik að baki í dönsku fyrstu deildinni með AB. Síðasta eitt og hálfa árið hefur hann síðan verið í Ástralíu þar sem hann hefur spilað með Oakleigh Cannons.

Þrír danskir leikmenn léku með Stjörnunni í fyrra, Michael Præst, Kennie Chopart og varnarmaðurinn Martin Rauschenberg.

Præst gerði nýjan samning við Stjörnuna í haust en ekki er ljóst ennþá hvort Chopart og Rauschenberg verði áfram í Garðabænum. Að sögn Rúnars er ennþá opið að þeir verði áfram í herbúðum Stjörnunnar.

,,Við erum ekkert að stressa okkur á þessu ennþá. Þó að við viljum gjarnan loka hópnum sem fyrst þá viljum við vanda valið," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner