Það er von á stórum tíðindum í máli fótboltamannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar á næstunni.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn á málinu lauk loksins í janúar síðastliðnum.
Saksóknaraembættið fékk gögnin í hendurnar frá lögreglunni þann 31. janúar síðastliðinn. Það er í höndum saksóknaraembættisins að ákvarða næstu skref, hvort ákært verði í málinu eða það fellt niður.
Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir handtöku þann 16. júlí á síðasta ári og hefur það fyrirkomulag verið framlengt nokkrum sinnum.
Fótbolti.net hafði samband við lögregluna í Manchester og skrifstofu saksóknara í morgun og fékk þar upplýsingar að yfirlýsing væri tilbúin út af máli Gylfa. Hjá saksóknaraembættinu var lítið um svör enn sem komið er, en það breytist vonandi síðar í dag eða á næstu dögum.
Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári.
Athugasemdir