Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mán 15. maí 2023 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ömurlegt, tætir sálina í manni í sundur"
Patrik Johannesen.
Patrik Johannesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom í ljós í síðustu viku að Patrik Johannesen er með slitið krossband og spilar ekki meira á þessu tímabili. Patrik var fenginn til Breiðabliks frá Keflavík í vetur, varð þá dýrasti leikmaður sem farið hefur á milli íslenskra félaga, og hafði byrjað fyrstu fimm leikina á tímabilinu.

Krossbandið slitnaði í leik Breiðabliks gegn Stjörnunni í þarsíðustu viku. Hann fer í aðgerð 24. maí og er áætlað að hann verði frá í 10-12 mánuði.

Sjá einnig:
Patrik um meiðslin alvarlegu: Auðvitað eru þetta hræðilegar fréttir

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, eftir sigurinn gegn KR á laugardag og var spurt út í Patrik.

„Ömurlegt, tætir sálina í manni í sundur. Hann er á besta aldri, metnaðarfullur leikmaður sem ætlaði sér stóra hluti í sumar, lykilmaður í færeyska landsliðinu. Þetta er mikið högg, högg fyrir hópinn, högg fyrir liðið. Hvenær sem það er, líka þegar Hilmar Árni slítur. Menn eru lengi frá og ekkert víst að þú komir jafngóður til baka. Erfið meiðsli sem eru því miður fylgifiskur því að vera í fótbolta. Þetta er alltaf jafn ömurlegt, sama hver á í hlut, þó að þetta auðvitað snerti mann kannski örlítið sterkar þegar manns eigin leikmaður er um að ræða. Sama hvar þú snertir niður, þetta eru ömurleg meiðsli," sagði Óskar.

Eins og hann segir er Patrik færeyskur landsliðmaður, 27 ára gamall og vakti hann athygli hér á landi með frábærri frammistöðu með Keflavík í fyrra.
Óskar Hrafn: Þetta gefur okkur svona tíu þúsund sinnum meira
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner