PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 10:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill reka Southgate núna - „Hringið í hann"
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur fengið mikinn skerf af gagnrýni eftir frammistöðu Englendinga á Evrópumótinu til þessa.

England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í gær en liðið hefur spilað afskaplega leiðinlegan fótbolta.

England endaði samt sem áður á toppi riðils síns með fimm stig en samt sem áður hafa einhverjir kallað eftir því að Southgate verði bara látinn fara á miðju móti. Þar á meðal er Richard Keys, fyrrum fréttamaður Sky Sports.

„Ég var svo leiður. Mér fannst þetta ömurlegt aftur. Ég er á þeim stað að ef ég væri að taka þessa ákvörðun, þá myndi ég líklega taka hana. Við erum hér til að vinna mótið en miðað við það sem ég hef séð þá erum ekki að fara að vinna næsta leik, hvað þá mótið," sagði Keys en hann er með nafn í huga til að taka við af Southgate.

„Harry Redknapp situr í Dúbaí í kvöld. Hringið í hann."
Athugasemdir
banner
banner