Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi Manchester United, heldur áfram að skoða leiðir til að minnka kostnað hjá félaginu.
Núna segja breskir fjölmiðlar frá því að Ratcliffe og hans teymi sé að skoða það að minnka tekjur sem renna til stuðningsmannahóps fatlaðra innan félaagsins.
Núna segja breskir fjölmiðlar frá því að Ratcliffe og hans teymi sé að skoða það að minnka tekjur sem renna til stuðningsmannahóps fatlaðra innan félaagsins.
United borgar 40 þúsund pund til hópsins í dag en það eru um 7,3 milljónir íslenskra króna.
Fyrir félag eins og Man Utd er það algjört klink en samt er talað um að minnka þessar greiðslur um helming.
Enn á eftir að taka lokaákvörðun um þetta mál en eflaust væri þetta ekki vel séð hjá stuðningsmönnum félagsins.
Athugasemdir