Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
banner
   fös 15. nóvember 2024 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aftur brotist inn hjá Joelinton sem er örvæntingarfullur - „Ekkert verðmætt eftir"
Mynd: Getty Images
Á þessu ári hefur í tvígang verið brotist inn á heimili Joelinton, leikmanns Newcastle og brasilíska landsliðsins. Fyrst var brotist inn í janúar og það gerðist aftur núna nýlega.

Joelinton fór í kjölfarið á Instagram og sendi út færslu í von um að vera látinn í friði og að fjölskyldan gæti átt sitt örugga heimili.

„Það var aftur brotist inn hjá okkur. Til þeirra sem eru að íhuga að gera það - vinsamlegast athugið að það er ekkert verðmætt eftir hér!"

„Það sem er mikilvægast fyrir ökkur er öryggi fjölskyldunnar og að börnin geti alist upp án þess að þurfa að óttast."

„Við vonumst eftir samfélagi þar sem okkar börn, og börn allra, upplifi sig örugg."

„Við biðjum um að heimili okkar sé virt sem öruggt svæði fyrir okkar fjölskyldu. Við viljum einfaldlega lifa í friði,"
skrifar Joelinton.
Athugasemdir
banner