Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pressa farin að myndast á styrktarþjálfara Real Madrid
Antonio Pintus.
Antonio Pintus.
Mynd: Getty Images
Það er mikil meiðslakrísa í gangi hjá Real Madrid en það er pressa á styrktarþjálfaranum Antonio Pintus.

Alls hafa 17 leikmenn hjá félaginu meiðst á þessu tímabili, og sumir oftar en einu sinni.

Fram kemur hjá The Athletic að Pintus sé mjög umtalaður í búningsklefanum hjá Madrídingum. Hann er ítalskur styrktarþjálfari sem starfaði fyrir Chelsea, Juventus og Inter áður en hann fór til Real Madrid.

Hann notar gamaldags aðferðir sem eru ekki alltaf vel séðar. Það er sagt að samband hans við Carlo Ancelotti, stjóra liðsins, sé orðið þreytt og Pintus sé ekki mjög náinn öðrum í þjálfarateyminu. Fólk er farið að efast um hann innan félagsins.

Það virðist vera mikil óeining innan Real Madrid þessa stundina en liðið hefur ekki spilað nægilega vel á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner