Fylkir tilkynnti rétt í þessu að Kristófer Sigurgeirsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann aðstoðar þar Árna Frey Guðnason. Kristófer mun einnig annast fleiri verkefni m.a. á sviði afreksþjálfunar.
Kristófer lék með uppeldisfélaginu Breiðabliki, Fram og Fjölni á sínum ferli. Hann var aðalþjálfari Leiknis og Reynis og var síðast aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings.
Fylkir verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í ár.
Kristófer lék með uppeldisfélaginu Breiðabliki, Fram og Fjölni á sínum ferli. Hann var aðalþjálfari Leiknis og Reynis og var síðast aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings.
Fylkir verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í ár.
Úr tilkynningu Fylkis:
Ragnar Páll Bjarnason, formaður Knattspyrnudeildar Fylkis: „Við erum mjög spennt fyrir ráðningu Kristófers, bæði fyrir því sem snýr beint að þjálfun meistaraflokks, ásamt Árna Frey, en einnig fyrir öðrum verkefnum eins og afreksstarfinu sem við höldum áfram að þróa hjá okkur. Við hjá Fylki munum áfram leggja áherslu á sterka umgjörð og framúrskarandi þjálfun og hlökkum til baráttunnar fram undan undir stjórn okkar nýja teymis“.
Kristófer Sigurgeirsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis: „Aðstaðan hjá Fylki er til fyrirmyndar og það er mikill efniviður til staðar í Árbænum. Það er líka mikill stuðningur við liðið frá Árbæingum sem gerir það alltaf skemmtilegra að mæta á völlinn. Á þessum öfluga grunni Fylkismanna og markvissri stefnu munum við byggja og koma okkur fljótt aftur í röð þeirra bestu. Þá hlakka ég mikið til þess að starfa með Árna Frey og teyminu í kringum liðið og öllu því drífandi fólki sem kemur að knattspyrnunni hér dags daglega. Það eru krefjandi verkefni í vændum fyrir Árbæinga á komandi tímabilum og gott að sjá að stefnan er sett hátt hér.“
Athugasemdir