Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard yfir sig hrifinn - „Sektið enska sambandið og alla þjálfarana"
Curtis Jones.
Curtis Jones.
Mynd: Getty Images
Curtis Jones lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í gær og hann spilaði vel í sigri gegn Grikklandi. Hann skoraði meira að segja.

Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, var virkilega hrifinn af frammistöðu Jones og skaut á starfsfólk enska landsliðsins á samfélagsmiðlum sínum fyrir seinaganginn varðandi að gefa Jones tækifæri.

„Þvílíkur leikmaður," skrifaði Gerrard um Jones á Instagram.

„Sektið enska fótboltasambandið og alla þjálfarana fyrir að vera seinir."

Lee Carsley, sem stýrt hefur enska landsliðinu í síðustu leikjum, hrósaði Jones einnig í hástert. „Hann er framúrskarandi leikmaður," sagði Carsley.
Athugasemdir
banner