Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trent hafnar öllum tilboðum Liverpool - Stór verðmiði á Kudus
Powerade
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Antonee Robinson.
Antonee Robinson.
Mynd: Getty Images
Það styttist í helgina. Það er um að gera að byrja daginn á kaffibolla og slúðrinu. Hér er allt það helsta sem rætt er um í dag.

Bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold (26) heldur áfram að hafna tilboðum frá Liverpool um nýjan samning. Spænska stórveldið Real Madrid er að vinna í því að fá hann þegar samningur hans endar næsta sumar. (Relevo)

Real vill fá Alexander Arnold, miðvörðinn Jonathan Tah (28) frá Bayer Leverkusen og vinstri bakvörðinn Alphonso Davies (24) frá Bayern München - alla á frjálsri sölu. Florian Wirtz (21), sóknarmiðjumaður Leverkusen, er einnig á óskalistanum. (AS)

West Ham mun standa fast á að félög borgi 85 milljón punda riftunarverðið fyrir Mohammed Kudus (24) en Arsenal og Liverpool eru að fylgjast með stöðu mála hjá honum. (Mail)

Xabi Alonso mun hætta sem stjóri Bayer Leverkusen eftir tímabilið og taka við Real Madrid. (Eurosport)

Barcelona hefur áhuga á vinstri bakverðinum Hugo Bueno (22) sem er samningsbundinn Úlfunum en er á láni hjá Feyenoord í Hollandi. (Sport)

Það er engin pressa á Nottingham Forest að selja miðvörðinn Murillo (22) í janúar þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid. Hann er metinn á 40 milljónir punda. (Mail)

Manchester United og Liverpool eru að fylgjast með Antonee Robinson (27), vinstri bakverði Fulham, en það þykir ólíklegt að hann verði á ferðinni í janúar. (Football Insider)

Liverpool og Chelsea eru á meðal félaga sem hafa verið með njósnara á leikjum Rauðu stjörnunnar til að fylgjast með miðjumanninum Andrija Maksimovic (17) en hann verður ekki ódýr. (Teamtalk)

Barcelona hefur teiknað upp lista af leikmönnum sem félagið ætlar að reyna að fá í janúar. Þar á meðal eru framherjarnir Khvicha Kvaratskhelia (23) hjá Napoli og Rafael Leao (25) hjá AC Milan. (Diario Sport)

Crystal Palace hefur rætt við Chelsea um að fá Mykhailo Mudryk (23) á láni. (Football Transfers)

Liverpool er ekki að reyna að losa sig við Federico Chiesa (27) þrátt fyrir sögur um að hann sé á leið aftur til Ítalíu. (Athletic)

Paul Pogba (31) mun formlega yfirgefa Juventus á næstu dögum og verður þá án félags. (Gazetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner