Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. desember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alma Mathiesen að snúa aftur eftir meiðsli og framlengir við FH
Í leik með FH sumarið 2023.
Í leik með FH sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alma Mathiesen hefur framlengt samning sinn við FH og er nú samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára. Fyrri samningur Ölmu rann út um síðustu mánaðamót.

Alma er fædd árið 2003 og lék hún með yngr iflokkum KR og Gróttu. Hennar fyrsti meistaraflokksleikur var með KR sumarið 2017.

Hún skipti yfir í Stjörnuna fyrir tímabilið 2021 og var í Garðabænum þar til fyrir rúmu ári síðan þegar hún skipti yfir í FH í sumarglugganum.

Alma á alls að baki 72 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað 11 mörk. Þá lék hún á sínum tíma einn leik fyrir U19 landsliðið.

Alma spilaði ekkert í sumar vegna þess að hún sleit hásin. Hún getur bæði spilað á miðjunni og á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner