Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   lau 29. júlí 2023 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrikavelli
Guðni: Hún gæti orðið uppáhald stuðningsmanna hér í Krikanum
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alma Mathiesen er öflugur leikmaður.
Alma Mathiesen er öflugur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alltaf svekktur að taka ekki þrjú stig," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Ég verð að sætta mig við eitt stig í dag. Leikurinn var fínn að hálfu FH. Við gerðum margt mjög gott og jákvætt. Við hefðum getað tekið þrjú stig ef allt hefði gengið upp," sagði Guðni og bætti við að hann hefði verið ánægður með frammistöðuna heilt yfir.

FH byrjaði mjög vel í leiknum og tók forystuna snemma, en Blikar voru hættulegir í fyrri hálfleiknum og jöfnuðu sanngjarnt í lok hans. Seinni hálfleikurinn var barningur og fátt um opin færi þá.

„Blikaliðið er á því kalíberi að ef maður gefur þeim einhverjar stöður á vellinum þá sýna þær klærnar. Við þurftum að fara aðeins yfir það í hálfleik og við náðum svo að loka vel á það. Seinni hálfleikurinn fannst mér góður af hálfu FH."

FH fékk á sig mark á versta tíma, rétt fyrir leikhlé. „Það var sárt, en jákvæð teikn að það skuli ekki hafa mikil áhrif á seinni hálfleikinn. Liðið kom vel innstillt í seinni hálfleikinn."

FH hefur komið mjög á óvart í sumar og er að berjast á toppnum. Liðið er sex stigum frá Breiðabliki, sem er núna í öðru sæti. „Það er svo sannarlega tækifæri til að sækja á þessi lið. Við erum að horfa á það að vinna næsta fótboltaleik. Þetta snýst um að safna stigum og við erum ekki stærri en svo að næsti leikur skiptir okkur öllu máli."

Fleiri leikmenn á leiðinni inn
Félagaskiptaglugginn er opinn og Guðni á von á því að það muni leikmenn bætast við hópinn. „Ég á von á því að það frekari styrking. Við erum að missa fimm leikmenn í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Það er svo sannarlega pláss fyrir leikmenn í FH-liðinu og það verður styrking."

FH hefur nú þegar krækt í Ölmu Mathiesen frá Stjörnunni. Hún spilaði sinn fyrsta leik í dag.

„Alma er frábær leikmaður; ég er ótrúlega hrifinn af þessari stelpu og það sem hún hefur sýnt manni á æfingasvæðinu. Hún gæti orðið, svo ég sletti aðeins 'fan favourite' hér í Krikanum. Hún er það góð í fótbolta. Hennar leikur á bara eftir að stíga upp. Hún er að spila stöðu í dag sem hún er ekki vön að spila, í kerfi sem hún er ekki vön að spila og í ákefð sem hún er ekki vön að spila í. Hún fær tíma til að aðlagast en það eru öll teikn á lofti að hún verði hrikalega öflugur leikmaður fyrir FH," sagði Guðni.

Hægt er að sjá viðtalið við þjálfara FH-inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner