Það eru jákvæðar fréttir af Sven Botman, miðverði Newcastle, því hann lék með U21 ára liði félagsins í gærkvöldi eftir að hafa verið frá í níu mánuði vegna meiðsla.
Botman meiddist á hné í leik gegn Manchester City í mars. Botman er 24 ára hollenskur miðvörður sem Newcastle keypti frá Lille sumarið 2022.
Botman meiddist á hné í leik gegn Manchester City í mars. Botman er 24 ára hollenskur miðvörður sem Newcastle keypti frá Lille sumarið 2022.
„Hann var góður í leiknum í gær. Hann virkaði á góðum stað og það er alltaf stórt skref að spila þinn fyrsta leik. Hann leit vel út, hreyfingarnar voru góðar. Þetta var týpískur Sven. Hann er risastór leikmaður fyrir okkur og við höfum saknað hans. Það er enn smá í að hann geti aftur farið að spila með aðalliðinu," sagði Eddie Howe á fréttamannafundi í dag.
„Við horfðum í lok desember eða byrun janúar varðandi endurkomu. Það var planið og er það ennþá. Hann þyrfti helst að spila 2-3 leiki áður en hann kemur inn í úrvalsdeildina," bætti enski stjórinn við.
Newcastle á leik gegn Brentford í 8-liða úrslitum deildabikarsins á morgun.
Athugasemdir