Ronaldo Nazario hefur staðfest að hann ætli sér í framboð til að verða forseti brasilíska fótboltasambandsins.
Ronaldo lék á sínum tíma 98 lansleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 62 mörk. Hann er mikil goðsögn í landinu og klárlega einn besti fótboltamaður sem hefur komið þaðan.
Ronaldo lék á sínum tíma 98 lansleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 62 mörk. Hann er mikil goðsögn í landinu og klárlega einn besti fótboltamaður sem hefur komið þaðan.
Kosningar fara fram einhvern tímann á milli mars 2025 og mars 2026 en Ronaldo mun á næstunni ferðast um Brasilíu og kynna sín málefni.
Hann á núna stóran hlut í spænska félaginu Real Valladolid en ætlar að selja þann hlut til að einbeita sér að forsetaframboðinu.
Ronaldo ætlar sér að koma brasilíska landsliðinu aftur í hæstu hæðir og hefur verið talað um það að hann stefni á að ráða Pep Guardiola sem landsliðsþjálfara.
Athugasemdir