Arne Slot, stjóri Liverpool, verður í leikbanni þegar liðið hans heimsækir Southampton. Leikurinn hefst klukkan 20:00 annað kvöld og Slot verður ekki á hliðarlínunni. Hann getur hins vegar farið inn í klefa fyrir leik, í hálfleik og má tjá sig við fjölmiðla í kringum leikinn.
„Þetta hefur ekki jafnmikil áhrif og ég hélt af því að ef þú færð bann í Hollandi þá færðu ekki leyfi að vera í kringum búningsklefann. Þú mátt ekki heldur tala við fjölmiðla. Þetta er vægara leikbann."
„Ég er ekki vanur því að fara í bann. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í bann. Ég held að ég nái samt að gera þá hluti sem ég vil gera."
„Minnstu áhrifin sem þú getur haft á liðið er á meðan leikurinn er í gangi. Mestu áhrifin getur þú haft í hálfleik eða fyrir leikinn og ég get ennþá gert það," sagði Slot.
„Þetta hefur ekki jafnmikil áhrif og ég hélt af því að ef þú færð bann í Hollandi þá færðu ekki leyfi að vera í kringum búningsklefann. Þú mátt ekki heldur tala við fjölmiðla. Þetta er vægara leikbann."
„Ég er ekki vanur því að fara í bann. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í bann. Ég held að ég nái samt að gera þá hluti sem ég vil gera."
„Minnstu áhrifin sem þú getur haft á liðið er á meðan leikurinn er í gangi. Mestu áhrifin getur þú haft í hálfleik eða fyrir leikinn og ég get ennþá gert það," sagði Slot.
„Auðvitað væru kjöraðstæður þannig að ég væri á hliðarlínunni en ég fékk gult sem ég átti örugglega skilið að fá. Svona gerist."
„Eitt af þremur spjöldunum átti ég ekki skilið, einhver misskilningur út af einhverju sem ég beindi að mínum eigin leikmanni, en spjaldið sem ég fékk gegn Chelsea átti ég klárlega skilið. Ég hefði getað fengið fimm gul gegn Fulham. Ég þarf kannski að þakka dómaranum fyrir að hafa farið úr leiknum með eitt spjald," sagði Slot.
Athugasemdir