Chelsea hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að enska fótboltasambandið hafi hafit samband við félagið vegna sýnis sem var tekið af kantmanninum Mykhailo Mudryk.
Fram kom í úkraínskum fjölmiðlum í gær að Mudryk hefði fallið á lyfjaprófi; bannað efni hafi fundist í sýni sem var tekið af honum.
Fram kom í úkraínskum fjölmiðlum í gær að Mudryk hefði fallið á lyfjaprófi; bannað efni hafi fundist í sýni sem var tekið af honum.
Chelsea segir að enska sambandið hafi sett sig í samband út af niðurstöðu í hefðbundnu þvagprófi.
Einnig segir í yfirlýsingunni neiti að hafa viljandi tekið bannað efni.
Félagið og leikmaðurinn ætla að vinna með enska sambandinu að rannsókninni.
Athugasemdir