Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cunha ákærður fyrir hegðun sína - Gaf olnbogaskot og greip gleraugu af starfsmanni
Mynd: EPA
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Matheus Cunha, sókarmann Wolves, fyrir hegðun hans eftir leik Wolves og Ipswich á dögunum.

Það var mikill hiti í leikslok, Wolves tapaði leiknum á heimavelli og Cunha er sakaður um að hafa lagt hönd á aðila í þjálfarateymi Ipswich eftir að leiknum lauk.

Á myndbandi virðist Cunha gefa starfsmanni Ipswich olnbogaskot og í kjölfarið sést hann taka gleraugun af einum úr starfsteymi Ipwsich.

Knattspyrnusambandið hefur gefið Wolves tíma til fimmtidags til að svara fyrir sig.

Cunha er besti leikmaður Wolves og gæti hann verið á leið í leikbann. Hann hefur skorað átta mörk í 16 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner