Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mudryk í bann frá fótbolta
Mudryk ræðir hér við Enzo Maresca, stjóra Chelsea.
Mudryk ræðir hér við Enzo Maresca, stjóra Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, kantmaður Chelsea, hefur verið settur í bann frá fótbolta á meðan hann er til rannsóknar hjá enska fótboltasambandinu.

Fram kom í úkraínskum fjölmiðlum í gær að Mudryk hefði fallið á lyfjaprófi; bannað efni hafi fundist í sýni sem var tekið af honum.

Nú fyrir stuttu sendi Chelsea frá sér yfirlýsingu þar sem er staðfest að enska sambandi hafi haft samband vegna niðurstöðu hjá Mudryk í hefðbundnu þvagprófi.

Enn er verið að bíða eftir frekari niðurstöðum en Mudryk mun ekki spila á meðan hann er til rannsóknar.

Mudryk, sem neitar sök, hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner