Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. desember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd yfirheyrir leikmenn út af lekanum
Man Utd vann sigur gegn Man City í síðasta leik.
Man Utd vann sigur gegn Man City í síðasta leik.
Mynd: EPA
Manchester United hefur yfirheyrt nokkra af leikmönnum sínum eftir að byrjunarliðinu var lekið fyrir nágrannaslaginn gegn Manchester City síðasta sunnudag.

Man Utd vann leikinn með dramatískum hætti, 1-2, en byrjunarliði United var lekið daginn fyrir leik.

Samkvæmt The Times hefur Man Utd að minnsta kosti yfirheyrt tvo af leikmönnum sínum vegna lekans. Ekki kemur fram hvaða leikmenn það eru.

„Það er erfitt að vita. Þetta er ekki gott en við sjáum til hvort næsta byrjunarliði verði lekið," sagði Rúben Amorim, stjóri Man Utd, eftir leikinn gegn Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner