Búið er að draga í riðla fyrir EM kvenna 2025 og er miðasala UEFA komin af stað.
Ísland er í riðli með Finnlandi, Noregi og heimakonum í Sviss og fær KSÍ aðeins 1000 miða til að selja á hvorn Norðurlandaslaginn. Það eru þó 2000 miðar í boði fyrir leikinn gegn Sviss.
Ljóst er að miðarnir munu ekki endast lengi þar sem eftirspurn meðal íslenskra stuðningsmanna virðist vera talsvert meiri heldur en sá miðafjöldi sem stendur til boða.
KSÍ er nú þegar að kanna hvort mögulegt sé að fjölga íslenskum miðum á þá leiki, en óvíst er hvort það takist.
Sjá nánari upplýsingar á vef KSÍ
Athugasemdir