Marcus Rashford gaf kost á sér í viðtal við Henry Winter fyrr í dag þar sem hann sagðist vera tilbúinn til að spila fyrir nýtt fótboltalið eftir að hafa verið innan herbúða Manchester United allan ferilinn.
17.12.2024 20:35
Rashford segist vera tilbúinn fyrir næstu áskorun
Rashford segir að eitt af sínum meginmarkmiðum sé að komast aftur inn í enska landsliðið, en hann hefur skorað 17 mörk í 60 landsleikjum á ferlinum.
„Að spila fyrir enska landsliðið í stærstu keppni heims er ótrúlega spennandi fyrir mig. Ég hef gert það í tvígang og ég þrái að gera það aftur. Ég mun gera mitt besta til að fara með á næsta HM," sagði Rashford, en næsta heimsmeistaramót verður haldið í Norður-Ameríku sumarið 2026.
Rashford ræddi þá einnig um möguleika sína á að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá Rúben Amorim, nýjum þjálfara Man Utd sem spilar eingöngu sitt eigið 3-4-2-1 leikkerfi.
„Ég hef eiginleika sem þarf til að spila í öllum þessum þremur fremstu stöðum í nýju taktíkinni. Mér líður best í vinstri tíunni en ég þarf samt að aðlagast því hlutverki betur. Fólk áttar sig kannski ekki á því en aðlögunarhæfni er einn af mínum helstu styrkleikum í fótbolta. Ég hef spilað í gríðarlega mikið af mismunandi hlutverkum í gegnum tíðina hjá Man Utd. Það hafa verið margir þjálfarar með mismunandi áherslur."
Athugasemdir