Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, vill fá Loga Tómasson, vinstri bakvörð Strömsgodset, í sínar raðir.
Logi hefur staðið sig vel hjá Godset og vakið athygli fjölda félaga í Evrópu. Hann var nálægt því að fara til Kortrijk í Belgíu síðasta haust en ekkert varð úr því. Þá var Freyr þjálfari Kortrijk.
Logi hefur staðið sig vel hjá Godset og vakið athygli fjölda félaga í Evrópu. Hann var nálægt því að fara til Kortrijk í Belgíu síðasta haust en ekkert varð úr því. Þá var Freyr þjálfari Kortrijk.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Loga, tjáði sig um möguleg skipti í Bergens Tidende. Þar segir hann að báðir aðilar, bæði Godset og Brann, þurfi að tegyja sig svo af skiptunum verði.
Godset vill fá of háa upphæð fyrir Loga að mati Brann. Félögin þurfa að mætast einhvers staðar á miðri leið svo lending náist.
Brann er mun stærra félag en Godset og ætlar sér stærri hluti. Það væri því klárlega um skref upp á við fyrir Loga ef skiptin myndu ganga í gegn.
Logi er 24 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Víkingi. Hann var seldur til Noregs í ágúst 2023 og hefur í kjölfarið unnið sér sæti í A-landsliðinu.
Freyr er þegar búinn að fá einn Íslending í hópinn sinn því fyrir tæpri viku síðan keypti Brann Eggert Aron Guðmundsson frá Elfsborg. Brann hefur einnig verið orðað við Bjarka Stein Bjarkason, Höskuld Gunnlaugsson og Sævar Atla Magnússon.
Freyr Alexandersson berst fyrir því að sannfæra stjórn Brann um að kaupa Loga Tómasson.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 20, 2025
Director of football hjá Brann telur hann of dýran. Þetta herma heimildir frá Noregi.
Leikmaður vill spila fyrir þjálfarann en ólíklegt er að svo stöddu að Logi gangi til liðs við Brann. pic.twitter.com/zP42L7cPP7
Athugasemdir