Það eru níu leikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í dag, þar sem aðeins tveir leikir fara fram í A-deildinni.
Þýskaland og Holland eiga þar heimaleiki gegn Bosníu og Ungverjalandi.
Þýskaland er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar en Hollendingar eru í harðri baráttu við Ungverja um annað sætið.
Viðureign Hollands gegn Ungverjalandi verður því gríðarlega spennandi enda eru liðin jöfn á stigum sem stendur, eftir 1-1 jafntefli í innbyrðisleik í Ungverjalandi.
Í B-deildinni mætir Ísland til leiks á útivelli gegn Svartfjallalandi og þurfa Strákarnir okkar helst sigur í baráttunni um 2. sæti riðilsins á meðan Tyrkland spilar við Wales í toppslagnum.
Georgía og Úkraína eigast þá við í gríðarlega jöfnum riðli sem inniheldur einnig Albaníu og Tékkland. Það eru aðeins þrjú stig sem skilja þessi fjögur lið í jafnasta riðli Þjóðadeildarinnar.
Svíþjóð og Aserbaídsjan eiga svo heimaleiki í C-deildinni, þar sem Svíar mæta Slóvakíu í toppslag síns riðils eftir að hafa gert jafntefli í fyrri leiknum í Slóvakíu.
Þjóðadeildin A
19:45 Þýskaland - Bosnía
19:45 Holland - Ungverjaland
Þjóðadeildin B
17:00 Georgía - Úkraína
17:00 Svartfjallaland - Ísland
17:00 Tyrkland - Wales
19:45 Albanía - Tékkland
Þjóðadeildin C
14:00 Aserbaídsjan - Eistland
19:45 Svíþjóð - Slóvakía
Þjóðadeildin D
17:00 Andorra - Moldova
Athugasemdir