Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim horfir til fortíðar: Viljum færast nær gömlu gildunum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim er gríðarlega stoltur að hafa verið ráðinn sem aðalþjálfari Manchester United og spenntur fyrir þessu risastóra verkefni.

Það ríkir mikil eftirvænting innan herbúða Man Utd þar sem félagið á enn eftir að finna rétta þjálfarann eftir að Sir Alex Ferguson sagði upp. Amorim, sem er 39 ára, er sjöundi maðurinn til að taka við þjálfarastarfinu hjá Man Utd eftir að Ferguson hætti.

„Ég mun gera allt í mínu valdi til að koma þessu félagi aftur á réttan stað. Ég er vel undirbúinn og hef mjög mikla trú á að þetta verkefni muni heppnast," segir Amorim meðal annars um nýja starfið sitt.

„Þetta er sögufrægt félag sem hefur unnið gríðarlega mikið af titlum en er núna á erfiðum tímapunkti í sögu sinni. Þetta er félag sem býr yfir ótrúlega sterkum anda og tókst að verða Evrópumeistari eftir flugslysið í München. Það er mikilvægt að allir innan félagsins átti sig á þessari sögu og hvaða þýðingu hún hefur. Það er mikilvægt að hver einasti leikmaður félagsins skilji nákvæmlega hvað það þýðir að spila fótbolta fyrir Manchester United."

Amorim tók við Man Utd á mánudaginn en langflestir leikmenn liðsins eru fjarverandi með landsliðum sínum í landsleikjahlénu. Amorim getur því ekki byrjað að vinna með öllum hópnum fyrr en í næstu viku.

„Það mikilvægasta fyrir mig í byrjun er að búa til grunnreglur sem allir leikmenn félagsins þurfa að fylgja. Það hjálpar við að móta ímynd og persónuleika hópsins. Við viljum færa okkur nær þeim eiginleikum sem einkenndu leikmannahópa Manchester United í fortíðinni.

„Við munum einbeita okkur af fullum krafti að því að læra nýjan leikstíl. Þeir þurfa að spila rétt og pressa rétt en við getum ekki kafað 100% í hvert einasta smáatriði strax, það yrði ruglandi fyrir leikmenn. Þeir þurfa tíma til aðlögunar. Við erum með skýrar hugmyndir um hvernig lið við viljum vera og hvaða leikstíl við viljum spila."

Athugasemdir
banner