Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 18. desember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki að ýta Rashford út um dyrnar - „Þetta félag þarf stóra hæfileika"
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um viðtal sem Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, fór í hjá blaðamanninum Henry Winter. Þar talaði Rashford um framtíð sína og sagðist vera til í næstu áskorun.

Rashford er uppalinn hjá Manchester United og hefur spilað 426 leiki fyrir félagið, en núna virðist vera kominn tími til að breyta til.

Hann var utan hóps gegn Manchester City í síðasta leik en Amorim segir Man Utd vera betra með Rashford innanborðs. Hann segist ekki vera að ýta honum út dyrnar.

„Við erum betri með Marcus Rashford. Þetta félag þarf stóra hæfileika og hann er með stóra hæfileika," sagði Amorim.

Portúgalski stjórinn segir að það komi til greina að Rashford spili gegn Tottenham í deildabikarnum á morgun.

„Það er rétt að hann þurfi nýja áskorun. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu en ég vona að allir mínir leikmenn séu tilbúnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner