Úkraínski kantmaðurinn Mykhailo Mudryk gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hann féll á lyfjaprófi. Málið er til rannsóknar hjá enska fótboltasambandinu.
Krishan Davis, fréttamaður Goal, telur að þetta gætu verið endalokin á ömurlegri dvöl Mudryk hjá Chelsea.
Krishan Davis, fréttamaður Goal, telur að þetta gætu verið endalokin á ömurlegri dvöl Mudryk hjá Chelsea.
Mudryk gekk í raðir Chelsea fyrir allt að 100 milljónir evra í janúar 2023 en félagið hafði þá unnið mikla baráttu við nágranna sína í Arsenal um undirskrift leikmannsins. Úkraínumaðurinn hefur valdið miklum vonbrigðum hjá Chelsea og lítið getað.
Mudryk neitar sök en ef B-sýni skilar sömu niðurstöðu, þá er hann líklega á leið í langt bann.
„Það kæmi ekki á óvart ef þessi staða markaði endalok tíma Mudryks hjá núverandi vinnuveitendum sínum," skrifar Davis, fréttamaður Goal.
Hann telur að Chelsea hafi nú þegar örugglega verið að skoða að losa sig við hann þar sem möguleikarnir í sóknarleiknum eru margir og þeir verða bara fleiri þegar brasilíska ungstirnið Estevao Willian kemur frá Palmeiras.
„Eitt sem vonandi mun vinna Mudryk í hag er aldur hans; Úkraínumaðurinn er enn aðeins 23 ára og hver svo sem niðurstaða lyfjamáls hans verður þá hefur hann tíma til að geta endurreist feril sinn. Það verður þó örugglega ekki á Stamford Bridge," skrifar Davis.
Athugasemdir