Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir brottrekstur Freysa ekkert sjokk
Mynd: Getty Images
Það gekk vel eftir að Freyr tók við á síðasta tímabiii.
Það gekk vel eftir að Freyr tók við á síðasta tímabiii.
Mynd: Getty Images
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson var látinn fara úr starfi sínu hjá Kortrijk í Belgíu í gær. Belgíska liðið er í fallsæti en á miklu betri stað en það var þegar Freyr tók við liðinu í janúar á þessu ári. Freysi náði að halda liðinu uppi í vor sem fáir töldu mögulegt þegar hann tók við stjórnartaumunum.

Fótbolti.net ræddi við belgískan blaðamann, Vanoorden Jorunn, sem starfar hjá Het Nieusblad.

„Á þessum tímapunkti, horfandi á síðustu vikur, er brottrekstur Alexanderssonar ekkert sjokk. Kortrijk er sem stendur í næstsíðasta sæti deildarinnar og tapaði 0-3 á heimavelli fyrir keppinauti í fallbaráttunni um síðustu helgi."

„En þegar þú lítur á hvað hann afrekaði með félaginu á síðasta þá kemur það vægast sagt svolítið á óvart. Belgía er land þar sem vitað er að menn eru fljótir að reka þjálfarann þegar illa gengur og sem dæmi er hann nú þegar sá fimmti á þessu tímabili sem er rekinn í Jupiler Pro League."


Hvernig mun fólk muna eftir Freysa í Belgíu?

„Fyrir flestum aðdáendum KV Kortrijk verður Freysa kannski minnst sem þjálfara sem spilar varfærinn fótbolta, segir mikið en það gerist lítið. Þeir fengu þá mynd af honum sérstaklega undanfarnar vikur. Það eru líka margir aðdáendur sem munu að eilífu hrósa honum fyrir kraftaverkið síðasta vor. Aðdáendur annarra félaga munu einnig minnast hans aðallega fyrir það."

Heldur þú að önnur félög í Belgíu hafi tekið eftir því hvað hann gerði með Kortrijk og að það sé möguleg leið fyrir hann inn í annað félag í Belgíu seinna meir?

„Það gæti vissulega verið að hann komi skyndilega á radar annars belgísks félags í framtíðinni, hann var sem dæmi þegar kominn á radarinn hjá Union í sumar og ræddi við félagið. En ég býst aðeins við slíkri atburðarás hjá félagi sem er í mikilli fallbaráttu og þarfnast björgunar og hvatningar. Á síðasta tímabili og hjá Lyngby sannaði hann að hann getur það vel."

Hvað er mat belgískra fjölmiðlafólks á Freysa?

„Meðal fjölmiðlamanna hefur Freyr getið sér gott orð. Hann er heiðursmaður sem þorir að afhjúpa tilfinningar sínar. Þetta er honum til sóma. Hann hefur líka alltaf verið mjög opinn og það viðhorf mun örugglega skila honum í nýrri vinnu," segir belgíski blaðamaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner