Son Heung-min hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Tottenham undanfarinn áratug og er spenntur fyrir komu samlanda síns Yang Min-hyeok til félagsins.
Yang og Son spila báðir sem kantmenn en það er 14 ára aldursmunur á milli þeirra.
Son er goðsögn í Suður-Kóreu en Yang er aðeins 18 ára gamall og þykir einn af efnilegustu leikmönnum sem kóreski boltinn hefur framleitt.
Yang skoraði 12 og gaf 6 stoðsendingar í 38 deildarleikjum í ár en Son telur mikilvægt að setja enga pressu á táninginn.
„Ég vil ekki að fólk sé of spennt fyrir honum, það er ekki gott fyrir svona unga leikmenn að þurfa að lifa undir pressu. Hann átti frábært fyrsta tímabil í K-deildinni, þetta er góður fótboltamaður sem er ekki hræddur við að taka næsta skref á ferlinum," segir Son.
„Þetta er mjög efnilegur leikmaður og ég er spenntur að fá hann til Tottenham. Ég mun hjálpa honum eins mikið og ég get og það er mikilvægt að skýla honum frá allri mögulegri pressu.
„Það mikilvægasta fyrir hann núna er að einbeita sér að fótbolta og reyna að komast inn í hóp."
17.12.2024 20:00
Yang Min-hyeok kominn til Tottenham (Staðfest)
Athugasemdir