Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 18. desember 2024 09:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Lancashire Post 
Stefán Teitur fær hrós í fjölmiðlum eftir öfluga frammistöðu
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er að finna sig betur og betur með Preston North End í enska boltanum og er til umfjöllunar í staðarblaðinu Lancashire Post.

Þar er talað um að frammistaða hans að undanförnu hafi vakið athygli. Eftir að hafa byrjað á bekknum fjóra leiki í röð komu fjórir byrjunarliðsleikir í röð.

Í greininni er einnig sagt að Paul Heckingbottom, stjóri Preston, hafi talað virkilega jákvætt um Stefán síðan hann tók við.

„Mér er farið að líða betur og verða öruggari með boltann. Ég reyni að sýna hvað í mér býr og hef gert það í síðustu leikjum. Bæði hvað ég get varnarlega og með boltann," segir Stefán við miðilinn.

Þá tjáir hann sig einnig um samvinnu við einn af liðsfélögum sínum, Danann Mads Frökjær-Jensen. Þeir tóku saman skref úr danska boltanum til Preston, tengi mjög vel innan sem utan vallarins.

„Við erum góðir vinir og tölum mikið saman á æfingasvæðinu og utan vallar. Hann veit hvert ég vil senda boltann og ég veit í hvaða svæði hann vill fá hann. Þetta er góð samvinna."

Preston er í 16. sæti Championship-deildarinnar, af 24 liðum
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 36 22 10 4 72 23 +49 76
2 Sheffield Utd 36 24 6 6 51 27 +24 76
3 Burnley 36 20 14 2 49 10 +39 74
4 Sunderland 36 19 11 6 54 33 +21 68
5 Coventry 36 16 8 12 52 46 +6 56
6 West Brom 36 13 16 7 46 32 +14 55
7 Bristol City 36 13 14 9 46 39 +7 53
8 Blackburn 36 15 7 14 41 37 +4 52
9 Middlesbrough 36 14 8 14 55 47 +8 50
10 Norwich 36 12 13 11 57 49 +8 49
11 Watford 36 14 7 15 46 50 -4 49
12 Millwall 36 12 12 12 36 37 -1 48
13 Sheff Wed 36 13 9 14 50 56 -6 48
14 QPR 36 11 11 14 41 46 -5 44
15 Swansea 36 12 8 16 38 46 -8 44
16 Preston NE 36 9 16 11 36 42 -6 43
17 Portsmouth 36 11 9 16 44 57 -13 42
18 Oxford United 36 9 12 15 37 53 -16 39
19 Hull City 36 9 10 17 36 45 -9 37
20 Stoke City 36 8 12 16 36 50 -14 36
21 Cardiff City 36 8 12 16 39 59 -20 36
22 Derby County 36 8 8 20 35 49 -14 32
23 Luton 36 8 7 21 32 59 -27 31
24 Plymouth 36 6 12 18 36 73 -37 30
Athugasemdir
banner
banner