Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 15:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Bent gerir þriggja ára samning við Val
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tómas Bent Magnússon verður á næstunni tilkynntur sem nýr leikmaður Vals en hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Hann hefur æft með Val að undanförnu og er nú búinn að semja við félagið.

Tómas Bent er 22 ára miðjumaður sem átti frábært tímabil með ÍBV í Lengjudeildinni. Hann vakti athygli Harrogate Town í ensku D-deildinni og var félagið tilbúið að fá hann í sínar raðir en Tómas fékk ekki atvinnuleyfi.

Hann var með lausan samning og endaði á því að semja við Valsara. Hann er annar leikmaðurinn sem Valur krækir í þennan veturinn því Birkir Heimisson var í haust keyptur aftur til félagsins frá Þór.

Komnir
Birkir Heimisson frá Þór
Tómas Bent Magnússon frá ÍBV
Þorsteinn Aron Antonsson frá HK (var á láni)

Farnir
Birkir Már Sævarsson hættur
Frederik Schram til Danmerkur
Elfar Freyr Helgason

Samningslausir
Ólafur Karl Finsen (1992)
Athugasemdir
banner
banner