Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn Man Utd reiðir vegna ásakana um leka
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amad Diallo og Alejandro Garnacho, leikmenn Manchester United, eru sagðir verulega pirraðir eftir að hafa verið sakaðir um að leka byrjunarliðum.

Byrjunarliði Man Utd gegn Manchester City síðasta sunnudag var lekið en þetta hefur áður verið vandamál fyrir félagið.

Á samfélagsmiðlum hafa Amad og Garnacho verið sakaðir um að leka liðunum en þeir eru sagðir reiðir yfir þessum ásökunum.

Þetta kemur fram á Daily Mail en þá telur félagið einnig að þeir hafi verið ranglega sakaðir um það.

United telur að lekinn sé að koma frá fólki í kringum leikmenn liðsins.

„Þetta er ekki gott en við sjáum til hvort næsta byrjunarliði verði lekið," sagði Rúben Amorim, stjóri Man Utd, eftir leikinn gegn Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner