Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonar að Galdur verði áfram úti - „Ef hann kemur heim þá setjum við okkur í samband"
Eftir leik með Breiðabliki sumarið 2022.
Eftir leik með Breiðabliki sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 landsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson var á dögunum orðaður við heimkomu frá FC Kaupmannahöfn en samningur kantmannsins við danska félagið rennur út næsta sumar. Greint var frá áhuga frá bæði KR og Víkingi en það kom á óvart að Breiðablik var ekki nefnt í sömu setningu.

Galdur, sem fæddur er árið 2006, lék fyrst með ÍBV í yngri flokkunum en skipti svo yfir í Breiðablik 2019 og hafði spilað nokkra leiki með liðinu áður en hann hélt til FCK. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um Galdur.

„Við hefðum klárlega áhuga á því að fá Galdur í okkar raðir. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem tók skrefið út, fékk flott 'move' til FCK þar sem er hörkusamkeppni. Ef hann yfirgefur FCK vona ég, fyrir hans hönd, að hann láti reyna á að vera áfram úti og reyni að fóta sig þar því hann hefur klárlega gæðin í það. Ég held að það væri best fyrir hann að vera áfram úti og láti reyna á þetta lengur."

„En ef hann kemur heim þá setjum við okkur í samband og tökum stöðuna á honum, það er ekki spurning,"
segir Dóri.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Galdri frá öðrum félögum í Skandinavíu. Hann á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19.
Athugasemdir
banner
banner
banner